Nýr veruleiki
Ég er búin að vera í löngu fríi frá blogginu. Er samt ekki búin að vera andlaus, hef bara einfaldlega ekki nennt að blogga.
Nú er að verða mánuður síðan ég gerði starfslokasamning við Glitni. Það var pínu sjokk, en var búin að búast við þessu lengi. Var fljót að jafna mig og sjá jákvæðu hlutina. Keypti mér strax árskort í ræktina og ákvað að leggja tíma í að rækta mig líkamlega og andlega.
Sigurást byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu nokkrum dögum áður en örlög mín voru ljós. Aðlögunin gekk vonum framar, en sem betur fer var dagmömmurnar tilbúnar að minnka plássið í hálfan daginn.
Mitt nýja líf byrjar samt ekkert sérstaklega. Sigurást er búin að fara 6 sinnum til dagmömmu eftir að aðlögunartímanum lauk. Hún er bara alltaf veik. Ég er komin með nóg af þessu hangsi sem því fylgir. Langar að komast í almennilega rútínu og gera eitthvað.
Þetta eru breyttir tímar. Við erum 4 í minni nánustu fjölskyldu búin að fá uppsagnabréf. Önnur dagmamman þurfti að hætta núna í janúar, því 2 börn komust inn á leikskóla og Sigurást var bara hálfan daginn. Um helgina voru tveir gámar fyrir utan blokkina, báðir á leið til Noregs. Í öðru tilfellinu er um að ræða hjón sem bæði voru atvinnulaus. Við vitum af fleirum atvinnulausum í blokkinni. Þetta er ástand sem kom manni í algjörlega opna skjöldu og erfitt hefur verið að melta.
Og mesta sjokkið... ég er farin að prjóna. Ætli helvítið sé frosið?
Nú er að verða mánuður síðan ég gerði starfslokasamning við Glitni. Það var pínu sjokk, en var búin að búast við þessu lengi. Var fljót að jafna mig og sjá jákvæðu hlutina. Keypti mér strax árskort í ræktina og ákvað að leggja tíma í að rækta mig líkamlega og andlega.
Sigurást byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu nokkrum dögum áður en örlög mín voru ljós. Aðlögunin gekk vonum framar, en sem betur fer var dagmömmurnar tilbúnar að minnka plássið í hálfan daginn.
Mitt nýja líf byrjar samt ekkert sérstaklega. Sigurást er búin að fara 6 sinnum til dagmömmu eftir að aðlögunartímanum lauk. Hún er bara alltaf veik. Ég er komin með nóg af þessu hangsi sem því fylgir. Langar að komast í almennilega rútínu og gera eitthvað.
Þetta eru breyttir tímar. Við erum 4 í minni nánustu fjölskyldu búin að fá uppsagnabréf. Önnur dagmamman þurfti að hætta núna í janúar, því 2 börn komust inn á leikskóla og Sigurást var bara hálfan daginn. Um helgina voru tveir gámar fyrir utan blokkina, báðir á leið til Noregs. Í öðru tilfellinu er um að ræða hjón sem bæði voru atvinnulaus. Við vitum af fleirum atvinnulausum í blokkinni. Þetta er ástand sem kom manni í algjörlega opna skjöldu og erfitt hefur verið að melta.
Og mesta sjokkið... ég er farin að prjóna. Ætli helvítið sé frosið?

